Nú er opið fyrir skráningu í sumarbúðir skáta 2017.

 

Sumarbúðir fyrir alla fjölskylduna

Starf Sumarbúða skáta verður með nýju sniði sumarið 2017. Í stað hefðundinna sumarbúða verður þetta árið boðið upp á ævintýrahelgar fyrir fjölskyldur. Fjölskyldan getur þá öll tekið þátt í dagskrárliðum sem venjulega standa til boða í sumarbúðum og búið til skemmtilegar minningar saman.

Fjölskyldur geta komið á fimmtudags- eða föstudagseftirmiðdegi og tekið þátt í dagskrá fram á sunnudag. Hægt er að vera í innigistingu eða eigin tjaldi/gistihýsi en allar máltíðir eru innifaldar í sumarbúðagjaldi.

Smelltu hér til að skoða tímabil og verð.
Smelltu hér til að skrá fjölskylduna þína.

 

Við minnum einnig á að fjölskyldutjaldsvæðið okkar er opið allt sumarið og reglulega er boðið upp á dagskrá fyrir tjaldgesti.

Útileguhelgi fjölskyldunnar 2017 verður haldin 26.-28. maí, en þá er frítt fyrir fjölskyldur að tjalda á tjaldsvæðinu á Úlfljótsvatni.

Um verslunarmannahelgina verður venju samkvæmt blásið til glæsilegrar útihátíðar fyrir fjölskyldufólk á Úlfljótsvatni.

Fylgist með á vefsíðu Úlfljótsvatns og Facebook-síðu Úlfljótsvatns.