Sumardvöl á Úlfljótsvatni er ævintýri
Sumarbúðir skáta eru ævintýrabúðir. Dagarnir eru fullir af spennandi leikjum og verkefnum þar sem að allir finna eitthvað spennandi og engum leiðist. Í sumarbúðunum eru allir með. Allri fá að taka þátt og allir fá að tilheyra hóp.
Skemmtun með jafnöldrum
Sumarbúðunum er skipt í þrjá aldursflokka, 8-10 ára, 10-12 ára og 13-15 ára. Þannig finna allir aldursflokk við sitt hæfi. Þá er líka hægt að hafa verkefnin þannig að þau henti réttum aldri.
Allt innifalið
Í sumarbúðunum er öll dagskrá og allur matur innifalinn ásamt hinum sívinsæla sumarbúðabol. Allur matur er miðaður að þörfum barnanna og það er nóg að borða fyrir alla. Boðið er upp á rútu fyrir þátttakendur frá Reykjavík og austur á Úlfljótsvatn og aftur til baka í lok vikunnar. Rútan er valin sér í bókunarforminu. Þátttakendur gista í skálum Útilífsmiðstöðvar skáta Úlfljótsvatni en þar er líka stórt almenningstjaldsvæði sem er opið allt sumarið.
Spennandi dagskrá
Dagarnir í sumarbúðunum eru hver öðrum skemmtilegri. Farið er í fjallgöngur, siglingar á vatninu, klifur í turninum, leiki og kvöldvökur. Tjaldbúð er reyst og unnið henni eftir kúnstarinnar reglum og þeir sem þora geta prófað að sofa í tjaldi flokksins. Þátttakendur fá að prófa að vera skátar í nokkra daga með öllu því sem því tilheyrir.
Mæting
Sé kosið að taka rútu frá Reykajvík er mæting við Skátamiðstöðina, Hraunbæ 123, 110 Reykjavík
Rútan fer kl. 09:00 fyrsta daginn og því er gott að vera tímalega. Kjósi þátttakendur að koma sjálfir er mæting í Útilífsmiðstöð skáta Úlfljótsvatni klukkan 10:00 fyrsta dag námskeiðsins.
Verð og tímabil
Verð fyrir sumarið 2016 er: 41.900.- innifalið í því er allt sem þarf utan rútu fram og til baka en hún er valfrjáls. Hvor leið í rútunni er kr. 1.000.-
Tímabil sumarið 2016
13.-17. júní UPPSELT (tekið er við skráninum á biðlista á skráningarsíðu)
27. júní – 1. júlí UPPSELT (tekið er við skráninum á biðlista á skráningarsíðu)
Skráðu hér: