Sumarbúðir hafa verið starfræktar að Úlfljótsvatni síðan 1941. Framan af var aðeins um að ræða sumarbúðir fyrir skáta, og sváfu þeir fyrstu árin í tjöldum.

Síðasta aldarfjórðunginn hafa sumarbúðirnar hins vegar verið opnar öllum krökkum á aldrinum 8-12 ára.

Þá er einnig boðið upp á spennandi ævintýrabúðir fyrir unglinga á aldrinum 13-15 ára, sem hafa slegið í gegn á undanförnum árum.

Sumarbúðirnar eru reknar af Útilífsmiðstöðinni á Úflfljótsvatni sem er í eigu Bandalags íslenskra skáta og Skátasambands Reykjavíkur.

Starfsfólk og eigendur eru stoltir af því að bjóða upp á metnaðarfulla dagskrá sem nær vel til krakka. Í sumarbúðunum eru allir eru þátttakendur og takast á við spennandi viðfangsefni í náttúrulegu og öruggu umhverfi. Með því að bjóða upp á mikla útivist og ævintýri hafa sumarbúðirnar á Úlfljótsvatni skapað sér sérstöðu og gott orðspor. Þátttakendur eru hæstánægðir með dvöl sína og foreldrar ekki síður.

Sumarbúðirnar halda úti Facebook-síðu þar sem birtar eru myndir frá hverjum degi fyrir þá sem heima eru. Síðan hefur verið sérstaklega vinsæl meðal foreldra, forráðamanna og ættingja krakkanna okkar enda gaman að fylgjast með ævintýrum þeirra með þessum hætti.

Þú finnur Facebook-síðuna okkar hérna

Útbúnaður

Það er auðvelt að útbúa þátttakendur fyrir sumarbúðirnar. Það sem helst þarf að hafa í huga er að mikið (nánast allt) af dagskránni okkar er úti. Það þarf því að huga að útifatnaði sérstaklega.

Þátttakendur þurfa að koma með svepfnpoka eða önnur rúmföt en lök eru á öllum dýnum hjá okkur.

Þá er mikilvægt að vel sé gerð grein fyrir öllum lyfjum eða sérþörfum. Starfsfólk okkar hefur oft samband til að fá nánari leiðbeiningar en foreldrar eru jafnframt hvattir til að hafa samband ef þeim finnst það þurfa. Það má gera með tölvupósti á sumarbudir@skatar.is

hér má smella til að sækja hugmynd að útbúnaðarlista. Listinn er ekki tæmandi og aðeins til viðmiðunar.

download_adobe

Útbúnaðarlisti