Aðeins örfá pláss laus

Skógræktarfélag Íslands og Útilífsmiðstöð skáta Úlfljótsvatni bjóða upp á spennandi sumarbúðir fyrir 10-12 ára.

Á námskeiðinu verður blandað saman fræðslu og kennslu um náttúruna og spennandi leikjum og ævintýradagskrá frá skátunum.

Þátttakendur fara í spennandi leiki í og við skóginn á Úlfljótsvatni og kynnast um leið skóginum og skógrækt. Farið verður á báta, klifrað í klifurturninum og ýmislegt annað prófað.

Tilvalið námskeið fyrir þá sem að hafa áhuga á náttúrunni og vilja njóta þess að fræðast um leið og tækifæri er til að kynnast hressum krökkum með svipuð áhugamál.

Námskeiðið stendur í 4 daga frá föstudegi til mánudags.

Leiðbeinendur koma bæði frá Útilífsmiðstöðinni og Skógræktarfélaginu þannig að það verða sérfræðingar í öllum hlutverkum.

Allt er innifalið í gjaldinu nema rúta til og frá Úlfljótsvatni. Hægt er að bóka námskeið og rútu í bókunarforminu hér á síðunni.

 

logosi_textalaust-page-001

Skráðu hér

Loading…