Unglingabúðir í sumar

Sumarbúðir skáta bjóða í ár upp á unglingabúðir fyrir 13-15 ára. Búðirnar eru alvöru útivistarbúðir það sem þátttakendur fá að læra að bjarga sér í íslenskri náttúru.

Ævintýri í 6 dag

Dagskrá búðanna verður með ævintýrasniði. Þátttakendur læra grunninn í ferðamennsku á 6 dögum og spreyta sig svo á fjallaferð upp á Hellisheiði þar sem gist verður í ekta skátaskálum. Klifurturninn verður að sjálfsögðu notaður, bátarnir settir út og varðeldar kveiktir. Að sjálfsögðu verður blásið til kvöldvöku og allir fá að prófa spennandi ævintýri. Námskeiðið stendur í 6 daga, frá mánudegi fram á laugardag. Gist er bæði í skálum á Úlfljótsvatni og í skálum á Hellisheiði. Að sjálfsögðu verða tjöldin viðruð og hver veit nema einhverjir kjósi að gista undir berum himni.

Takmarkað pláss

Það borgar sig að skrá sig snemma því að það eru aðeins í boði örfá pláss á námskeiðinu.

Tímabil

Sumarið 2016 verður boðið upp á eitt námskeið dagana 8.-13. ágúst

Skráðu hér

Loading…