Verð í sumarbúðir skáta 2016

Verð fyrir 2016
Sumarbúðir fyrir 8-10 ára (5 dagar): 41.900.-
Sumarbúðir fyrir 10-12 ára (5 dagar): 41.900.-
Sumarbúðir fyrir 13-15 ára (6 dagar): 47.900.-
Skógræktarnámskeið 10-12 ára (4 dagar): 28.900.-

Staðfestingargjald:
Staðfestingargjald er krónur 4.900.- af hverju plássi. Staðfestingargjald er reiknað inn í heildarverð og er óafturkræft. ATH að fullt gjald greiðist við skráningu. Komi til endurgreiðslu er staðfestingargjald óendurkræft.

Afsláttur:
Veittur er systkinaafsláttur. Afslátturinn er 15% á öll systkini eftir fyrsta. Greitt er fullt verð fyrir alla við skráningu en síðan þarf að senda póst á sumarbudir@skatar.is til að fá afsláttinn endurgreiddan.

Greiðslur:
Greitt er í gegnum skráningarkerfi okkar á vefsíðunni. Þar er aðeins boðið upp á greiðslu með kreditkorti. Kjósi viðkomandi að greiða með öðrum leiðum er hægt að hafa samband með tölvupósti á sumarbudir@skatar.is eða með því að hringja í síma 482-2674

Boðið er upp á léttgreiðslur fyrir þá sem það kjósa. Hafa þarf samband við Útilífsmiðstöðina í síma 482 2674 áður en gengið er frá skáningu.

Skilmálar:
Almennt

Útilífsmiðstöð skáta Úlfljótsvatni og Sumarbúðir skáta áskilja sér rétt til að hætta við pantanir, t.d. vegna rangra verðupplýsinga og einnig að breyta verðum eða hætta að bjóða upp á vörutegundir fyrirvaralaust. Áskilinn er réttur til að staðfesta pantanir símleiðis.

Afbókanir í sumarbúðir
Afbókanir á sumarbúðaplássum þurfa að berast innan 3 vikna frá upphafsdegi sumarbúðanna. Eftir þann tíma greiðist hálft gjald. Sé afbókað innan 7 daga frá upphafi sumarbúðanna greiðist fullt gjald.

Verð
Vinsamlegast athugið að verð á netinu getur breyst án fyrirvara.

Skattar og gjöld
Öll verð í netversluninni eru með VSK og reikningar eru gefnir út með VSK.

Trúnaður
Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar þær upplýsingar sem kaupandi gefur upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar verða ekki afhentar þriðja aðila undir neinum kringumstæðum.